Commons:First steps/is
Hvað er Wikimedia Commons?
Með tugi milljóna skráa, Wikimedia Commons er eitt af stærstu margmiðlunar söfnum á netinu. Byggt með verkum sem er deilt af þúsundum sjálfboðaliða, Commons hýsir kennslumyndir, myndbönd og hljóðskrár sem eru notaðar af Wikipedia og öðrum verkefnum Wikimedia Foundation. Öll verk á Commons eru undir "frjálsu leyfi". Það þýðir að það er hægt að nota og deila þeim af öllum, án endurgjalds, bara með því að fara eftir leyfisskilmálum – venjulega með því að tilgreina höfund og halda leyfinu svo aðrir geta endurdeilt verkinu einnig.
Afhverju leggja af mörkum til Wikimedia Commons?
Ímyndaðu þér heim þar sem hver manneskja getur deilt frjálst summu allrar þekkingar. Framlag þitt getur verið hluti af því. Þegar þú deilir myndunum þínum, öðrum myndum á Commons og myndskreytir Wikipedia greinar með þeim, þá gæti verið að verk þitt sé skoðað af þúsundum – jafnvel hundruðum þúsunda – af fólki um allan heim. Og þú ert að hjálpa til við að búa til sameiginlegt safn sem nær til enn stærri hóps; margmiðlunarefni frá Commons er notað af kennslu vefsvæðum, fréttaveitum, bloggurum, listamönnum, kvikmyndagerðarmönnum, nemendum, kennurum og öðrum.